Covid-tímahylki fyrir börn

Kanadíski hönnuðurinn Natalie Long hefur samið frábæra bók fyrir börn sem eru núna að upplifa miklar breytingar á sínu lífi. Bókin er samin fyrir börn sem hafa búið við töluvert meiri innilokun en íslensk börn og því höfum við þýðendurnir breytt innihaldinu örlítið til að það eigi við raunveruleika íslenskra barna sem flest hafa haldið áfram að mæta í skóla, þó með töluvert breyttu sniði eins og við þekkjum.

“Tímahylkið” er hugsað þannig að börnin fylli út það sem þau vilja og setji bókina svo í einhverskonar “tímahylki” því það verður mjög áhugavert fyrir þau að lesa hvað þeim fannst um þetta tímabil eftir 10 eða kannski 20 ár. Einnig væri mjög æskilegt að börnin bæti sjálf við allskyns myndum og litum!

Bókin er ókeypis og henni má hlaða niður hér:

Höfundur bókarinnar er með þessa Facebook-síðu: https://www.facebook.com/longcreations

Hér má svo finna bókina á ýmsum öðrum tungumálum – einnig tímahylkjabækur sem eru hannaðar með fullorðna í huga:
https://letsembark.ca/time-capsule